Myndsímtal hringt
Í myndsímtali er myndskeið tekið upp með fremri myndavél tækisins og sýnt viðtakanda
símtalsins. Til að geta hringt myndsímtal þarftu USIM-kort og þú þarft að vera tengd(ur)
við WCDMA-símkerfi. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um þjónustu og áskrift fyrir
myndsímtöl. Hægt er að koma á myndsímtali við samhæft tæki eða ISDN-tengd tæki á
milli tveggja aðila. Ekki er hægt að koma á myndsímtölum þegar annað símtal,
myndsímtal eða gagnasímtal er virkt.
1 Sláðu inn símanúmerið, ásamt svæðisnúmeri, til að hefja myndsímtal.
2 Haltu hringitakkanum inni eða veldu
Valkostir
>
Myndsímtal
.
Það getur tekið smástund að koma á myndsímtali. Ef ekki tekst að koma á símtalinu
er spurt hvort þú viljir hringja raddsímtal eða senda textaskilaboð í staðinn.
3 Til að slíta símtali ýtirðu á hætta-takkann.