Miðlun mynda og myndskeiða á netinu
Hægt er að miðla myndum og myndskeiðum í samhæfri miðlunarþjónustu á netinu.
Til að geta miðlað á netinu verður þú að vera áskrifandi hjá þjónustuveitu sem annast
slíka þjónustu (sérþjónusta).
1 Veldu
Valmynd
>
Gallerí
>
Myndir
og skrá.
2 Veldu
Valkostir
>
Senda
>
Hlaða upp á vef
.
3 Veldu miðlunarþjónustu á netinu og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
Þú getur einnig merkt margar myndir eða myndskeið og flutt slíkt efni á
miðlunarþjónustu á netinu.
Hægt er að skoða efni sem hlaðið er upp á internetsíður samnýtingarþjónustunnar í
tækinu.
Nánari upplýsingar um samnýtingu og samhæfar þjónustuveitur á netinu er að finna á
þjónustusíðum Nokia eða vefsvæði Nokia í heimalandi þínu.